Ræktun matjurta í heimilisgarðinum

DalabyggðFréttir

Garðyrkjufélag Íslands stendur fyrir námskeiði í ræktun matjurta í heimilisgarðinum laugardaginn 23. apríl frá kl. 09:30 til 15:30 í Dalabúð.
Á námskeiðinu verður fjallað í máli og myndum um ræktun matjurta í heimilisgarðinum. Farið verður yfir forræktun, sáningu og fræ, pottun, vökvun, áburðargjöf og útplöntun. Þá verður fjallað um jarðveg og lífið í jarveginum, umhirðu og uppskeru ásamt algengustu vandamálum sem fylgja ræktun matjurta.

Leiðbeinandi er Gunnþór K. Guðfinnsson garðyrkjufræðingur. Þátttökugjald er 6.500 kr. Skráning er í gegnum netfangið gardyrkjufelag@gardurinn.is eða í síma 853-9923.

Námskeiðið er í umsjón Garðyrkjufélags Dalabyggðar í samstarfi við sveitafélagið Dalabyggð.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei