Rekstur fyrirtækja á landsbyggðinni, tækifæri eða tálmanir?

DalabyggðFréttir

Í tengslum við atvinnusýninguna í Borgarbyggð verður málstofa með yfirskriftinni „Rekstur fyrirtækja á landsbyggðinni, tækifæri eða tálmanir?“ laugardaginn 25. febrúar, kl. 10:35 í Hjálmakletti, Borgarnesi.
Fyrir málstofunni stendur Rótarýklúbbur Borgarness í samstarfi við Borgarbyggð, Menntaskóla Borgarfjarðar og SSV þróun og ráðgjöf.
Dagskrá málstofunnar
Kl. 10:35 Setning málstofu.
Magnús B. Jónsson forseti Rótarýklúbbs Borgarness
Kl. 10:40 Atvinnurekstur á landsbyggðinni.
Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matorku
Kl. 11:00 Menntun, lykill að velgengni.
Brian Daníel Marshall, fræðslustjóri Norðuráls
Kl. 11:15 Háskóli og nærsamfélag.
Bryndís Hlöðversdóttir, rektor Háskólans að Bifröst
Kl. 11:30 Að reka fyrirtæki á landsbyggðinni.
Einar Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Stíganda hf?
Kl. 11:45 Umræður og fyrirspurnir
Kl. 12:10 Málstofuslit
Atvinnusýningin verður síðan opin kl. 12:30-17:00. Þar munu um 50 fyrirtæki og þjónustuaðilar kynna starfsemi sína. Sýningin er í Hjálmakletti, húsnæði Menntaskóla Borgarfjarðar.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei