Reykhóladagar verða dagana 23.-26. júlí. Þeir hefjast á hádegi á fimmtudaginn og standa yfir fram á sunnudag.
Dagskrá Reykhóladaga 2015 er í meginatriðum svipuð og undanfarin ár.
Á fimmtudaginn bíó, fitcamp, harmonikkuball, pubquiz og tónleikar.
Á föstudaginn kjötsúpa, spurningakeppni, brenna og Halli Reynis.
Á laugardaginn er Reykhóladagahlaupið, jóga, dráttarvélar, kaffihlaðborð, karnival, skottsala, þaraþrautir, grill, barnaball, dansleikur ofl.
Á sunnudaginn lýkur síðan Reykhóladögum með léttmessu, kassabílaralli, kökuhlaðborði og fyrstu Össuleikunum.
Ítarlega dagskrá má finna á heimasíðu Reykhólahrepps.