Rjómabúið Erpsstöðum styður við áhaldakaup í íþróttamannvirki

SveitarstjóriFréttir

Eigendur Rjómabússins að Erpsstöðum stóðu líkt og undanfarin ár fyrir sölu á jólatrjám úr skógarlundi sem þau hafa byggt upp á landareign sinni. Allt frá upphafi hafa þau látið andvirði jólatrjáa sölunnar ganga til félaga eða samtaka á heimasvæði búsins í Dölum.

Í þetta sinn ákváðu þau að allt andvirði sölunnar (og reyndar gott betur því búið lagði einnig til fjármagn til viðbótar andvirði sölunnar) renna til stuðnings áhaldakaupa í ný íþróttamannvirki í Búðardal.

Það er ómetanlegt að finna þann stuðning sem uppbygging íþróttaaðstöðunnar nýtur í samfélaginu í Dölum eins og hér raungerist með stuðningi og fjárstyrk eins og hér um ræðir.

Hafið kæra þökk Helga, Þorgrímur og Rjómabúið Erpsstöðum!

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei