Rúlluplast

DalabyggðFréttir

Söfnun á rúlluplasti í Dalabyggð verður mánudaginn 27. janúar og þriðjudaginn 28. janúar.
Plastið skal haft á aðgengilegum stað og snyrtilega frágengið fyrir sorpverktaka. Baggabönd og net skal setja sér í glæra plastpoka.
Óheimilt er að setja rúlluplast og net í sorpgáma á grenndarstöðvum sveitarfélagsins. Opin brennsla úrgangs er óheimil þ.m.t. rúlluplasts skv. lögum nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs og reglugerð nr. 737/2003.

Leiðbeiningar um söfnun á landbúnaðarplasti til endurvinnslu

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei