Vegna óviðráðanlegra orsaka var ekki hægt að hefja rúlluplastsöfnun fyrir helgi og þá hefur veður einnig sett nokkurt strik í reikninginn.
Nú virðist vera birta til hvað þetta varðar og er áætlað að safna í Reykhólahrepp á morgun, þriðjudaginn 11. febrúar.
Síðan verði safnað í Saurbæ og fyrir strandir á miðvikudaginn 12. febrúar en Laxárdalur, Haukadalur, Miðdalir, Hörðudalur og Skógarströnd verða 13. og 14. febrúar eftir því hvernig vinnst.