 Sjötta kvöldganga Byggðasafns Dalamanna verður fimmtudaginn 13. júlí í landi Sælingsdalstungu.
Sjötta kvöldganga Byggðasafns Dalamanna verður fimmtudaginn 13. júlí í landi Sælingsdalstungu. 
Gangan hefst stundvíslega kl. 19 við fjárhúsin í Tungu. Gangan er auðveld að vanda og að mestu gengið eftir vegslóðum. Hún tekur um einn og hálfan tíma með rannsóknar- og sögustoppum. 
Kunnugum er meira en velkomið að láta ljós sitt skína og miðla öðrum að þekkingu sinni. 
Allir eru velkomnir, engin fjárútlát, en ber að passa sig og sína.