Samstarf í húsnæðismálum

DalabyggðFréttir

Alþingi hefur samþykkt ný lög um almennar íbúðir nr. 52/2016. Með lögunum er ríki og sveitarfélögum heimilt að veita stofnframlög til byggingar og kaupa á almennum íbúðum til að stuðla að því að í boði verði leiguíbúðir á viðráðanlegu verði fyrir þá sem þurfa á því að halda.
Húsnæðissjálfseignastofnanir, sveitarfélög, lögaðilar og félagasamtök sem hafa hlotið samþykki ráðherra og hafa það að langtímamarkmiði að byggja, eiga og hafa umsjón með leiguhúsnæði og eru rekin án hagnaðarsjónarmiða geta hlotið stofnframlög.
Íbúðalánasjóður veitir stofnframlög ríkisins til íbúðarkaupa eða bygginga á almennum íbúðum og á vef sjóðsins www.ils.is er að finna margvíslegar upplýsingar um framkvæmd laganna.
Sveitarstjórn hefur falið undirrituðum að auglýsa eftir aðilum sem hafa áhuga á að taka þátt í uppbyggingu leiguhúsnæðis í Dalabyggð.
Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við undirritaðan á skrifstofu Dalabyggðar eða með tölvupósti sveitarstjori@dalir.is.
Sveinn Pálsson, sveitarstjóri
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei