Samstarfssamningur við UDN undirritaður

DalabyggðFréttir

Í dag var undirritaður samstarfssamningur milli Dalabyggðar og Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN).

Markmið samningsins er meðal annars að stuðla að auknu samstarfi á milli UDN og Dalabyggðar á sviði íþrótta- og æskulýðsmála. Þannig verði öllum börnum og ungmennum í sveitarfélaginu gefinn kostur á að taka þátt í fjölbreyttu og uppbyggilegu íþrótta- og æskulýðsstarfi með áherslu á forvarnir og heilsueflingu. Það er von Dalabyggðar að með gerð samningsins verði tækifæri til að efla starf sambandsins enn frekar.

Með samningnum fær UDN það hlutverk að ráðstafa starfsstyrkjum frá Dalabyggð til aðildarfélaga sinna og deilda og mun eiga í virku samtali við sveitarstjórn er varðar íþróttastarf barna og ungmenna og aðstöðu til íþróttaiðkunar. Dalabyggð mun samkvæmt samningnum styðja bæði fjárhagslega og með óbeinum hætti við starfsemi UDN.

Samningurinn verður lagður fram til afgreiðslu sveitarstjórnar á næsta fundi hennar, þann 12. janúar n.k.

Það voru þau Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri Dalabyggðar og Jóhanna Sigrún Árnadóttir formaður UDN sem undirrituðu samninginn. 

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei