Kæru foreldrar/forráðamenn. Nú gengur í garð sumarið í allri sinni dýrð, með björtum sumarkvöldum og skemmtunum.
Viljum við minna á að þrátt fyrir alla gleðina verðum við að standa saman að því að virða lög og reglur sem gilda. Þannig skulum við ekki gleyma að framfylgja aldurstakmörkunum áfengislaga og lögum um útivistartíma barna. Allt eru þetta þættir er snerta lýðheilsu, öryggi og barnavernd.
Kannanir hafa sýnt að unglingar vilja eiga fleiri samverustundir með foreldrum sínum og er sumarið kjörinn tími til þess. Samvera þarf ekki að kosta mikið, við getum spjallað saman, spilað saman, leikið, hjólað, eldað og farið í göngutúra, svo dæmi séu tekin. Förum saman á hátíðir, í bústaði og ferðalög, sendum börnin ekki ein því þau eru einmitt það – börnin okkar.
Eigum ánægjulegt sumar – SAMAN.