Símenntunarmiðstöðin – kvíði

DalabyggðFréttir

Símenntunarmiðstöð Vesturlands heldur námskeiðið „Kvíði og viðbrögð til að verjast kvíða“ í Auðarskóla fimmtudaginn 16. febrúar, kl. 20.
Fjallað verður almennt um kvíða. Flestir þekkja kvíða í einhverri mynd og oft tengist hann álagi og streitu. Mikilvægt er fyrir alla að kunna aðferðir til að bregðast við til að varna því að kvíði verði viðvarandi og þróist ekki yfir í alvarlega röskun. Fjallað verður um hin ýmsu kvíðaeinkenni og fylgifiska eins og félagsfælni, frestunaráráttu ofl. og hvaða viðbrögð verða okkur helst til hjálpar.

Leiðbeinandi er Sigurður Ragnarsson sálfræðingur.

Aðgangur ókeypis, en skráning og nánari upplýsingar eru á vef Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands.

Símenntunarmiðstöð Vesturlands

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei