Sjálfboðavinnuverkefni

DalabyggðFréttir

Til sjálfboðavinnuverkefna í Dalabyggð eru til ráðstöfunar samkvæmt fjárhagsáætlun2014 allt að 1 milljón króna. Framlögin skulu nýtt til efniskaupa og vélavinnu.
Reglur um sjálfboðavinnuverkefni og umsóknareyðublöð eru á vef Dalabyggðar. Umsóknarfrestur er til 2. maí 2014. Byggðarráð afgreiðir umsóknir.
Almenn skilyrði fyrir úthlutun framlaga eru að umsækjandi eigi lögheimili í Dalabyggð, sé ekki í vanskilum við sveitarfélagið og að umsókninni fylgi lýsing á verkefni og kostnaðaráætlun.
Forsvarsmaður verkefnis skal hafa samráð við verkstjóra Dalabyggðar um framkvæmd verkefnisins.
Skilyrði fyrir greiðslum er að verkefnið sé unnið í samræmi við umsókn, greiðslur verða aldrei hærri en framlögð áætlun og að greiðslur renna að jafnaði til þeirra aðila sem gefa út reikninga vegna vöru- eða þjónustukaupa.
Íbúar eru hvattir til að nýta sér þetta til að hrinda í framkvæmd brýnum umhverfisverkefnum í næsta nágrenni sínu.

Sjálfboðavinnuverkefni – reglur

Sjálfboðavinnuverkefni – umsóknareyðublað

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei