Sjö verkefni hljóta styrk úr Menningarmálaverkefnasjóði

DalabyggðFréttir

Á 48. fundi menningarmálanefndar 20. janúar voru teknar fyrir umsóknir í Menningarmálaverkefnasjóð Dalabyggðar fyrir árið 2026.

Samkvæmt úthlutunarreglum sjóðsins skal úthlutunin fara fram fyrir þann 1. febrúar ár hvert.
Auglýst var eftir umsóknum 1. desember 2025 til og með 12. janúar 2026.

Í sjóðinn bárust 8 umsóknir, til úthlutunar voru 1.500.000 kr.-

7 verkefni hlutu styrk að þessu sinni

Jón Egill Jóhannsson – Er líða fer að jólum 2026 = 400.000 kr.-
History up Close – Námskeið í fornu handverki = 300.000 kr.-
Sigurbjörg Ingunn Kristínardóttir – Nýr flygill í Dalabúð = 300.000 kr.-
Atli Freyr Guðmundsson – D&D í Dölunum = 150.000 kr.-
Atli Freyr Guðmundsson – Átthagafræðsla = 150.000 kr.-
Dagverðarnes – Hönnun og bygging á söguskilti og hátíðarhöld vegna lok verkefnisins = 100.000 kr.-
Carolin Baare Schmidt og Sigríður Jónsdóttir – Uppbygging útivistar og samkomusvæðis = 100.000 kr.-

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei