
Fyrsti útivistafundur fálka- og dróttskáta verður á Laugum föstudaginn 19. september strax eftir skóla. Skátarnir eiga að mæta í útivistarfötum og hafa föt með til skiptanna. Einnig eiga allir að koma með nesti og sundföt.
Umsjón með skátafundum á Laugum hafa John Bond og Ásta Júlía tómstundaleiðbeinendur Ungmennabúðanna. Búast má við að Lillulundur og gönguleiðir á staðnum verði nýttar ásamt öðrum spennandi viðfangsefnum.