Skólahald fellur niður fimmtudaginn 6. febrúar !

SveitarstjóriFréttir

Kæru íbúar í Dalabyggð !

Rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út vegna roks eða ofsaveðurs á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar.

Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir frá kl. 15 í dag, miðvikudag og gildir það þar til veðrið gengur niður á morgun.

Af þeim sökum verður röskun á starfsemi hjá stofnunum Dalabyggðar sem hér segir fimmtudaginn 6. febrúar:

– Auðarskóli, leik- og grunnskóli, verður lokaður allan daginn.

Skólinn opnar aftur, samkvæmt stundaskrá, föstudaginn 7. febrúar að óbreyttu.

Viðbragðsaðilar eru í viðbragðsstöðu.

Hringja skal í 112 ef þörf er á aðstoð.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei