Fræðslunefnd afgreiddi á fundi sínum þann 29. apríl tillögu að skólastefnu fyrir Dalabyggð. Nefndin óskar eftir að fá umsagnir og athugasemdir við stefnuna fyrir lok júní.
Eru íbúar hvattir til að kynna sér hana og senda ábendingar vegna hennar á netfangið dalir@dalir.is.