Nú er komið inn í búð Dalabyggðar í Abler skráning fyrir börn sem stunda nám í tónlistardeild Auðarskóla og eins skráning fyrir börn sem vilja taka þátt í Félagsmiðstöðinni Gildrunni á skólaárinu.
Skráning í tónlistardeild er opin til 15. október, skráning í félagsmiðstöð gildir út skólaárið.
Athugið að til að geta nýtt tómstunda-/frístundastyrk upp í nám við tónlistardeild þarf skráning barns að fara fram í gegnum Abler og velja þarf hvort foreldri vilji ráðstafa frístundastyrk barnsins vegna skráningarinnar. Sé barn skráð í tónlistarskólann en ekki á Abler (og valið að ráðstafa styrk), er ekki hægt að nýta styrkinn upp í námið.