Snyrting nærumhverfis og sjálfboðaliðaverkefni

DalabyggðFréttir

Á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar þann 11. apríl, voru íbúar hvattir til sinna nærumhverfi sínu fyrir Jörvagleðina (15. – 23. apríl) m.a. með plokki þó Stóri plokkdagurinn sé ekki fyrr en 30. apríl n.k.

Til að auðvelda tiltekt og snyrtingu verður gámur fyrir almennt sorp settur út fyrir girðingu á gámasvæðinu, frá og með föstudeginum 14. apríl.

Um leið viljum við minna á sjálfboðaliðaverkefni Dalabyggðar en opið er fyrir umsóknir til og með 30. apríl. Íbúar eru hvattir til að nýta sér þetta til að hrinda í framkvæmd brýnum umhverfisverkefnum í sínu næsta nágrenni.

Þá viljum við þakka fyrir góð og snör viðbrögð íbúa við að fjarlægja ökutæki og annað af götum áður en götusópun hófst.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei