Plastið skal haft á aðgengilegum stað fyrir sorpverktaka. Baggabönd og net skal setja sér í glæra plastpoka. Óheimilt er að setja rúlluplast í sorpgáma á grenndarstöðvum sveitarfélagsins.
Söfnunin er lögbýliseigendum að kostnaðarlausu, en sækja þarf um það til sveitarfélagsins fyrir 20. janúar 2012. Hægt er að sækja um rafrænt á heimasíðu Dalabyggðar.
Næstu söfnunardagar á rúlluplasti eru áætlaðir 15.-16. október.