Söfnun á rúlluplasti – frágangur

Kristján IngiFréttir

Að gefnu tilefni eru ítrekaðar leiðbeiningar um frágang á rúlluplasti. Í söfnuninni fyrir helgi fór ríflega tonn af tveimur og hálfu í urðun vegna mengunar af óhreinindum og blöndun við svart plast. Þegar rúlluplastinu er pressað í bílinn blandast/skemmist meira plast en mengað var í upphafi. Við slíkt tapast ekki aðeins umhverfislegi ávinningurinn af endurvinnslu plastsins heldur skapar þetta líka auka vinnu og kostnað fyrir sveitarfélagið og íbúana sem standa straum af kostnaði við söfnunina. Umgengni þykir hafa versnað undanfarið og bendir Gámafélagið á að sérstaklega erfitt sé að ganga úr skugga um frágang plastsins sem er safnað í gáma. Rétt umgengni er forsenda þess að hægt sé að bjóða uppá slíka söfnun í stað bagga.

Bent er á leiðbeiningarnar hér á heimasíðu sveitarfélagsins og eftirfarandi atriði ítrekuð sérstaklega:

  • Fjarlægja þarf öll óhreinindi og aðskotahluti úr plastinu (hey, net, bönd o.s.frv.)
  • Svart plast þarf að bagga sér (líka sér til hliðar þar sem safnað er í gáma)
  • Stórsekkir þurfa að vera pakkaðir í sekk (ekki lausir, bundnir saman eða fullir af plasti)

Myndir frá síðustu söfnun:

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei