Sjötta sögurölt sumarsins verður fimmtudaginn 8. ágúst kl. 19 í Bakkadal í hinum forna Geiradalshreppi. Gengið verður frá Heiðabrekkunum að Tröllatunguheiði fram að Stórafossi í Bakkadalsá.
Öll leiðin er um 2 km á jafnsléttu eftir götum og ætti að henta flestum. Til að komast að Tröllatunguheiði er farinn Geiradalsvegur nr. 605 og beygt fram Bakkadal austan Bakkaár. Tvö hlið eru á leiðinni sem eiga að vera lokuð. Sögumaður er Valdís Einarsdóttir héraðsskjalavörður með aðstoð heimamanna.
Söguröltin eru samstarfsverkefni Byggðasafns Dalamanna, Sauðfjárseturs á Ströndum og Héraðsskjalasafns Dalasýslu.