Sögustundir á Byggðasafni Dalamanna

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 11. febrúar kl. 14-16 verður sögustundin tileinkuð lestrarátakinu Allir lesa.
Öllum er velkomið að koma og hlusta eða taka þátt í lestrinum. Skiptir þá ekki öllu máli hvað verður fyrir valinu; barnabók, skáldsaga, ljóð, ævisaga, fræðirit, fornsögur, matreiðslubók, rollubókin, frumsamið efni eða eitthvað annað skemmtilegt.
Laugardaginn 25. febrúar kl. 15 mun Sigurður Þórólfsson í Innri-Fagradal segja frá mótekju og járnbrautum á Skarðsströnd.
Aðgangseyrir verður sem fyrr 500 kr fyrir fullorðna og frítt fyrir börn yngri en 18 ára. Kaffi á könnunni.

Sögustund – Allir lesa

Allir lesa

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei