Sorphirða – staða á dreifingu íláta og hirðingu

Kristján IngiFréttir

Í byrjun nóvembermánaðar fengu heimili í dreifbýli sunnan Búðardals nýja tunnu fyrir plastúrgang og eiga að vera byrjuð að aðgreina plast og pappa/pappír í sitt hvort ílátið. Um síðustu helgi var tunnum fyrir plast dreift á langflest heimili vestan Búðardals. Vinnu við dreifingu á nýjum tunnum verður haldið áfram í vikunni og mun ljúka í Búðardal samhliða hirðingu á grænu tunnunni. Í hluta Búðardals verður nýja ílátið fyrir plast endurnýttar tunnur sem gætu komið aðeins seinna, en ekki síðar en degi eftir tæmingu. Ítrekað er að eftir þessa losun skal aðgreina endurvinnsluúrgang samkvæmt leiðbeiningum Gámafélagsins. Ítrekað er að málmúrgangur fer þá ekki lengur í tunnurnar, heldur skal skila honum í lúgu við söfnunarstöðina (gámasvæðið).

Vegna veðurspár verður losun á blönduðum úrgangi framkvæmd með tveimur bílum á morgun, þriðjudaginn 26. nóvember, og mun því ekki teygjast fram á miðvikudag eins og dagatalið segir til um. Í kjölfarið verður tunnum fyrir blandaðan úrgang skipt út þar sem sótt var um spartunnur eða aðrar stærðir. Einnig verða ílát fjarlægð þar sem sótt var um samnýtingu o.s.frv.

Losun á grænu tunnunni hefst degi fyrr, miðvikudaginn 27. nóvember, en gæti staðið fram á fimmtudag í Búðardal. Samhliða verður unnið að dreifingu á nýju tunnunni á síðustu heimilin.

Ítrekum beiðni til íbúa um að ganga vel frá sorpílátunum þannig að þau eða lokin fjúki ekki. Nýja tunnan í dreifbýli hefur enn stærra lok en hefðbundnu tunnurnar og taka á sig meiri vind. Sorpílátin eru á ábyrgð húsráðanda sem þurfa að greiða fyrir endurnýjun eða varahluti vegna skemmda/vöntunar sem rekja má til lélegs frágangs.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei