Sorphirðu flýtt fyrir jól

Kristján IngiFréttir

Losun á blönduðum og lífrænum úrgang sem samkvæmt dagatali átti að fara fram sitt hvoru megin við jól verður flýtt til næstu helgi.

Stefnt er að því að losun hefjist í Saurbænum seinni part laugardagsins 20. desember. Losun haldi svo áfram á sunnudegi og ljúki syðst á mánudeginum 22. desember. Fyrirvari er gerður við að veður og færð gæti mögulega hnikað aðeins.

 

Hátíðunum fylgir gjarnan aukin neysla og eru íbúar hvattir til að huga að úrgangsþríhyrningnum og flokkun, sjá nánar í samantekt hér: Úrgangsþríhyrningurinn og hátíðarnar | Úrgangur.is

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei