Þann 1. desember 1917 var ungmennafélagið Stjarnan stofnað í fundarhúsi Saurbæjarhrepps að Skollhóli.Af tilefni 100 ára afmælis Stjörnunnar verður boðið til kaffisamsætis í félagsheimilinu Tjarnarlundi laugardaginn 2. desember kl. 20.
Meðal annars verða skemmtileg atvik úr starfi Stjörnunnar rifjuð upp, Fagradalsfrændur munu stíga á svið o.fl.
Félagar og aðrir velunnarar Stjörnunnar eru hvattir til að mæta og eiga saman góða kvöldstund.
Ungmennafélagið Stjarnan, Byggðasafn Dalamanna og Héraðsskjalasafn Dalasýslu standa nú fyrir sameiginlegu átaki í söfnun skjala, muna, ljósmynda og frásagna um starf Stjörnunnar 1917-2017. Mikilvægt er að saga Stjörnunnar glatist ekki, heldur sé varðveitt tryggilega og aðgengileg á söfnum heima í héraði.
Einstaklingar sem hafa undir höndum skjöl, myndir eða muni tengda félaginu eru hvattir til að hafa samband við formann félagsins og/eða safnvörð/héraðsskjalavörð. Formaður félagsins er Arnar Eysteinsson, netfangið er arnare68@gmail.com og sími 893 9528. Safnvörður og héraðsskjalavörður er Valdís Einarsdóttir, netfangið er safnamal@dalir.is og síminn 430 4700.