Félagsþjónusta Dalabyggðar óskar eftir einstaklingum eða fjölskyldum sem hafa áhuga á að gerast stuðningsfjölskyldur í Dalabyggð.
Stuðningsfjölskyldur eru hluti af stuðningsþjónustu fyrir börn og fjölskyldur þeirra.
Hlutverk stuðningsfjölskyldna er að taka barn eða börn tímabundið í umsjá sína í þeim tilgangi að létta álagi af barni og fjölskyldu. Með því að gerast stuðningsfjölskylda gefst einnig tækifæri til að styrkja stuðningsnet fjölskyldunnar og auka möguleika barna á félagslegri þátttöku.
Dvöl hjá stuðningsfjölskyldu er að jafnaði ein til tvær helgar á mánuði, hún er samningsbundin til ákveðins tíma og greitt er samkvæmt verktakagreiðslum.
Nánari upplýsingar veitir Jóna Björg Guðmundsdóttir, verkefnastjóri fjölskyldumála í síma 430 – 4700 eða í gegnum netfangið jona@dalir.is
