Styrkir til verkefna á sviði nýsköpunar og þróunar á lögbýlum

DalabyggðFréttir

Stjórnvöld hafa ákveðið að Framleiðnisjóður verði lagður niðurí lok árs 2020.

Stjórnendur Framleiðnisjóðs hafa ákveðið að síðasta úthlutun sjóðsins beinist að grasrótarstarfi bænda og viðleitni þeirra til eflingar atvinnu í sveitum og kallar eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði nýsköpunar og þróunar á lögbýlum.

Nánari upplýsingar um styrkhæfi verkefna má finna undir flipanum „UM SJÓÐINN“ í kafla 2. B. Bændur/ábúendur lögbýla. Þá eru viðeigandi umsóknareyðublöð undir flipanum „EYÐUBLÖÐ.“ Annars vegar skjal með sjálfu eyðublaðinu (umsókn um framlag til nýsköpunar og þróunar á bújörðum B-form)) og hins vegar skjal fyrir greinargerð sem fylgja skal umsókn (greinargerð með umsókn B-flokkur).

Umsóknum skal skila rafrænt í síðasta lagi 30. október (sendingartími gildir) á netfangið fl@fl.is. Auk þess skal senda umsóknirnar útprentaðar og undirritaðar með hefðbundnum pósti.

Sigríður framkvæmdastjóri FL veitir allar nánari upplýsingar (sími 430-4300 / netfangið sigridur@fl.is).

Atvinnuráðgjafar SSV bjóða upp á ráðgjöf og aðstoð við gerð styrkumsókna til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins.

Hægt er að hafa beint samband atvinnuráðgjafa:
Helga Guðjónsdóttir   helga@ssv.is   s: 895-69707
Ólafur Sveinsson   olisv@ssv.is  s: 892-3208
Ólöf Guðmundsdóttir   olof@ssv.is   s: 898-0247

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei