Garðyrkjufélag Dalabyggðar stendur fyrir námskeiði í að sýra grænmeti sunnudaginn 26. mars kl. 11:00-14:30 í Dalabúð.
Mjólkursýring er ævagömul náttúruleg leið til að geyma grænmeti. Mjólkursýrubakteríur eru náttúrulega til staðar á grænmeti og aðferðin gengur út á að skapa réttar aðstæður til að þær nái yfirhöndinni og koma af stað gerjun.
Flestir kannast við súrkál en hægt er að sýra allt grænmeti með þessari aðferð og gera óendanlega margar útgáfur af ljúffengu meðlæti sem geymist fram að næstu uppskeru. Grænmetið verður auðmeltanlegra, vítamín og næringarefni varðveitast og aukast jafnvel. Að auki er mjólkursýrt grænmeti fullt af góðgerlum sem bæta og kæta þarmaflóruna.
Dagný Hermannsdóttir, súrkálsfíkill með meiru, mun kenna þátttakendendum að sýra sitt eigið grænmeti. Kennslan verður bæði í formi fyrirlesturs og sýnikennslu. Boðið verður upp á smakk af um tuttugu útgáfum af sýrðu grænmeti og þátttakendur fá bækling þar sem tekin eru saman helstu atriði sem hafa þarf í huga auk nokkurra uppskrifta.
Til að prófa sig áfram í mjólkursýringu er engin þörf á sérstökum tækjum eða tólum. Í flestum eldhúsum er að finna það sem til þarf. Skurðarbretti, hnífur, grænmeti, salt og stór glerkrukka er nóg til að koma sér af stað. Fyrir þá sem vilja vera stórtækir verður líka bent á leiðir til að gerja í stórum stíl. Að námskeiði loknu ættu þátttakendur að vera tilbúnir að leggja af stað í sína eigin súrkálsvegferð fullir sjálfstrausts.
Almennt verð er 9.900 kr, en 8.000 kr. fyrir félagsmenn í Garðyrkjufélagi Íslands. Skráning er í gegnum netfangið: gardyrkjufelag@gardurinn.is. Boðið verður upp á létt snarl.
Námskeiðið er í umsjón matjurtaklúbbs Garðyrkjufélagsins.
Námskeiðið er í umsjón matjurtaklúbbs Garðyrkjufélagsins.