Svar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins

DalabyggðFréttir

Dalabyggð hefur borist svar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins vegna kvörtunar Bjarna Ásgeirssonar til ráðuneytisins vegna fyrirhugaðrar sölu Dalabyggðar á jörðunum Laugum og Sælingsdalstungu.

Í niðurlagi bréfs ráðuneytisins segir.
„Með vísan til þess sem rakið hefur verið hér að framan er það niðurstaða ráðuneytisins að fram komnar upplýsingar gefi ekki tilefni til frekari skoðunar á stjórnsýslu Dalabyggðar á grundvelli 112. gr. sveitarstjórnarlaga í tengslum við undirbúning á sölu framangreindra fasteigna.  Er málinu því lokið af hálfu ráðuneytisins.“

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei