Sveitarfélagið Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Sveitarfélagið Dalabyggð varð til við sameiningu sex sveitarfélaga 11. júní 1994 og síðan hafa tvö sveitarfélög bæst við.
Sveitarfélagið Dalabyggð nær frá botni Álftafjarðar að botni Gilsfjarðar og liggur í tveimur sýslum; Snæfellsnessýslu og Dalasýslu.
Í þeim sex sveitarfélögum sem sameinuðustu í Dalabyggð voru 733 íbúar 1. janúar 1994. En sé miðað við núverandi stjórnsýslumörk voru þeir 884. Í Dalabyggð voru 673 íbúar 1. janúar 2014.
Dalabyggð er þrettánda sveitarfélagið á svæðinu og er nú í sinni þriðju mynd. Flest voru þau samtímis 10; frá 1. janúar 1918 til 1. september 1986. Landfræðileg mörk hreppanna hafa breyst í gegnum aldirnar.
Klofningshreppur og Skarðshreppur urðu til 1. janúar 1918 við klofning Skarðsstrandarhrepps. Síðan klofnaði Klofningshreppur um Klofning 1. september 1986 milli Fellsstrandarhrepps og Skarðshrepps.
Hörðudalshreppur og Miðdalahreppur sameinuðust 1. janúar 1992 undir nafninu Suðurdalahreppur.
Suðurdalahreppur, Haukadalshreppur, Laxárdalshreppur, Hvammshreppur, Fellsstrandarhreppur og Skarðshreppur sameinuðust 11. júní 1994.
Skógarstrandarhreppur og Dalabyggð sameinuðust 1. janúar 1998, samkvæmt ákvörðun félagsmálaráðuneytisins.
Saurbæjarhreppur og Dalabyggð sameinuðust síðan 10. júní 2006 og núverandi sveitarfélag varð til.
Í fyrstu sveitarstjórn Dalabyggðar voru kosin Ástvaldur Elísson, Guðbrandur Ólafsson, Guðmundur Gíslason, Guðrún Konný Pálmadóttir, Sigurður Rúnar Friðjónsson, Trausti V. Bjarnason og Þorgrímur Einar Guðbjartsson.
Anna Flosadóttir á heiðurinn að merki Dalabyggðar.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei