Sveitarstjórnarfundi sem var boðaður 22. nóvember er frestað til mánudagsins 26. nóvember.
Þau mistök urðu að þegar sveitarstjórnarfundur sem vera átti í dag, 22. nóvember, var boðaður með tilskyldum fyrirvara, láðist að setja auglýsingu um fundinn inn á heimasíðu Dalabyggðar. Vegna þessa verður fundi sveitarstjórnar frestað um fjóra sólarhringa til þess að auglýsing um hann nái að birtast með nægum fyrirvara.
Beðist er velvirðingar á þessum mistökum sem urðu hjá fundarboðanda sem er sveitarstjóri.
Kristján Sturluson
sveitarsjóri