Verkefnisstjórn og verkefnisstjóri DalaAuðs þakkar öllum þeim sem komu á vel heppnaðan íbúafund DalaAuðs árið 2024. Sérstakar þakkir fá styrkþegar sem sýndu og sögðu frá sínum verkefnum á fundinum.
Einnig viljum við koma á framfæri þakklæti til MS sem styrkti viðburðinn með ostasmakki og til Dalakots fyrir glæsilegar kaffiveitingar á viðburðinum.
Verkefnisstjórn mun taka niðurstöður umræðna sem voru á fundinum og birta í uppfærðri verkefnisáætlun sem gildir fyrir næsta ár.
Verkefnisáætlunin verður birt bæði á vef Dalabyggðar og Byggðastofnunar.
Meðfylgjandi eru myndir frá fundinum
Ingibjörg Þóranna Steinudóttir og Berghildur Pálmadóttir ræða við Helgu Harðardóttur um sín verkefni
Baldur Þórir Gíslason sýnir neðansjávardróna sem eykur gæði á eftirliti í kræklingaræktun
Björn Bjarki Þorsteinsson ávarpaði fundinn og sagði frá nýju deiliskipulagi fyrir Hvammahverfið í Búðardal.
Vel var mætt á fundinn og fundargestir tóku virkan þátt í umræðum
Mynd KÞH
Vel var mætt á fundinn og fundargestir tóku virkan þátt í umræðum
Vel var mætt á fundinn og fundargestir tóku virkan þátt í umræðum
Vel var mætt á fundinn og fundargestir tóku virkan þátt í umræðum
- Var efni síðunnar hjálplegt?
- JáNei