Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fund sínum þann 17.september sl. að auglýsa lýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi skv. skipulagslögum nr. 123/2010.
Breytingarnar eru eftirtaldar:
· Afmörkun á svæði undir sorpurðun í landi Höskuldsstaða í Laxárdal.
· Færsla vegar við Fellsenda í Miðdölum á rúmlega 1 km löngum kafla, auk nýrrar brúar og tilfærslu á námu, E14
Lýsingin er birt á heimasíðu Dalabyggðar, dalir.is í Skessuhorni, Bæjarins Besta og einnig á skrifstofu Dalabyggðar Miðbraut 11, 370 Búðardal. Upplýsingar eru einnig veittar hjá Skipulagsfulltrúa Dalabyggðar á sama stað.
Kynningarfundur um tillögu að breytingu á aðalskipulagi verður í Stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar Miðbraut 11 Búðardal fimmtudaginn 3. október nk. á milli 10.00 -12.00. Íbúar og hagsmunaðilar eru hvattir til að mæta á kynningarfund.
Ábendingum við lýsingu skal skila skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Miðbraut 11 Búðardal á netfangið bogi@dalir.is eigi síðar en 9. október nk.
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Bogi Kristinsson Magnusen