Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti 17. október 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Skoravíkur skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Deiliskipulagið tekur til jarðarinnar Skoravíkur í heild sinni. Þar er gert ráð fyrir uppbyggingu íbúðarhúss ásamt gestahúsum og þjónustubyggingum til að hýsa tæki og annað sem tengist starfsemi á jörðinni.
Deiliskipulagstillagan er til kynningar í skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is/issues/2024/1313 með athugasemdarfresti til 17. desember 2024. Athugasemdum skal skilað skriflega í gegnum skipulagsgáttina eða með tölvupósti til skipulagsfulltrúa í netfangið skipulag@dalir.is eigi síðar en 17. desember 2024.
– Skipulagsfulltrúi Dalabyggðar