Hestamannafélagið Glaður heldur töltmót í Nesoddahöllinni laugardaginn 1. mars og hefst keppni stundvíslega kl. 13.
Keppt verður í barna- (1 hringur hægt tölt og 1 hringur fegurðartölt), unglinga-, ungmenna-, karla- og kvennaflokkum.
Vakin er sérstök athygli á því að það verður keppt í kvenna- og karlaflokki, háð þátttöku þó.
Skráningar eru í skráningakerfi hestamanna á slóðinni www.sportfengur.com. Nánari leiðbeiningar eru á heimasíðu Glaðs.
Síðasti dagur skráninga er fimmtudagurinn 27. febrúar og það sama gildir um greiðslu skráningagjalda sem eru 1.000 kr fyrir hverja skráningu.