
Auk bassa og slagverks fléttast fjölbreytileg vatnshljóð saman við tónlistina ásamt vídeóum. Tómas R. ólst upp á Laugum og hljóðritaði vatnshljóð þar í nágrenninu sem er að finna í verkinu.
Strengur er óður Tómasar til fólksins sem hann er kominn af og persónulegt myndbandsverk bætir sjónrænni upplifun við þessa óvenjulegu tónlist.
Strengur var frumfluttur á Listahátíð í Reykjavík og kom út á geisladiski og mynddiski s.l. vor og hefur fengið afbragðsdóma.