Umsögn Dalabyggðar við samgönguáætlun

DalabyggðFréttir

Dalabyggð sendi inn umsögn í Samráðsgátt stjórnvalda við samgönguáætlun fyrir árin 2024 – 2038.

Samgönguáætlun er lögð fram í einu lagi til 15 ára ólíkt því sem áður var, þ.e. stefnumótandi áætlun til 15 ára og aðgerðaáætlun fyrir fyrstu fimm ár áætlunarinnar.

Nýverið staðfesti sveitarstjórn Dalabyggðar forgangsröðun vegaframkvæmda í sveitarfélaginu. Sú framtíðarsýn sem kemur þar fram miðar að því að setja þarfir íbúa í forgrunn enda forgangsröðun m.a. metin út frá búsetu, akstri skólabíla, fyrirtækjarekstri, slysatíðni, ástandi vega o.s.frv. Markmið forgangsröðunar í Dalabyggð ríma vel við markmið sem fram koma í framlögðum drögum að samgönguáætlun þar sem byggja á upp innviði, efla sveitarfélög, verðmætasköpun og þjónustu. Var forgangsröðunin látin fylgja með umsögn Dalabyggðar við drög að samgönguáætlun.

Umsögnina má lesa í heild sinni hér: Umsögn Dalabyggðar – mál nr. 112/2023

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei