Yfir 9 milljónir úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands í Dalina

DalabyggðFréttir

Föstudaginn 12. janúar veitti Uppbyggingarsjóður Vesturlands styrki til 75 verkefna . Heildarupphæð styrkja nam 46.400.000 króna. Þetta er tíunda árið sem sjóðurinn úthlutar styrkjum til annars vegar menningarverkefna og hins vegar atvinnu- og nýsköpunarverkefna en sjóðurinn er hluti af Sóknaráætlun Vesturlands.

Alls bárust 126 umsóknir, veittir voru styrkir til 75 verkefna en í heildina var sótt um samanlagt um rúmlega 190 mkr.

Þetta var fyrri úthlutun ársins en síðsumars verður aftur opnað fyrir umsóknir í flokki atvinnu- og nýsköpunarstyrkja. Að þessu sinni hlutu 13 verkefni styrki til atvinnuþróunar, alls 13.200.000 kr. Í flokki menningarverkefna hutu 56 verkefni styrki sem námu 27.450.000 kr. og þá voru veittar 5.750.000 kr. til 6 stofn- og rekstrarverkefna á sviði menningar.

Það er áhugavert að sjá hve mikil gróska er í atvinnu- og menningarlífi á Vesturlandi með öllum þessum fjölda umsókna og það er óhætt að segja að mörg áhugaverð og flott verkefni eru komin í gang eða í farvatninu.

Myndir af hátíðinni má sjá á Facebook síðu SSV

Gleðilegt er að sjá hversu margir Dalamenn hlutu stuðning að þessu sinni en þrír af fjórum efstu atvinnu- og nýsköpunarstyrkjunum voru veittir í verkefni í Dalabyggð. Þá voru einnig verkefni sem hlutu menningarstyrki og stofn- og rekstrarstyrki menningar.

ATVINNU- OG NÝSKÖPUNARSTYRKIR
Verkefni Umsækjandi Verkefnastjóri Upphæð
Urður Ullarvinnsla Rauðbarði ehf. Ingibjörg Þóranna Steinudóttir 2.000.000
Laugardalur í allri sinni dýrð Dalahyttur ehf. Guðrún Björg Bragadóttir 1.500.000
Dalahvítlaukur Svarthamar Vestur ehf. Þórunn M J H Ólafsdóttir 1.000.000
Samtals: 4.500.000
MENNINGARSTYRKIR
Verkefni Umsækjandi Verkefnastjóri Upphæð
Past in flames – Eldhátíð á Eiríksstöðum History Up Close ehf. Bjarnheiður Jóhannsdóttir 1.000.000
Gjörningatríó Kruss ehf. Þorgrímur E Guðbjartsson 500.000
Listviðburðir í Dalíu D9 ehf. Leifur Steinn Elísson 400.000
Menningardagskrá Nýp; Málþing, sýning, kynning á verkstæði Penna sf. Sumarliði R Ísleifsson 400.000
Er líða fer að jólum 2024 Alexandra Rut Jónsdóttir Alexandra Rut Jónsdóttir 300.000
Hlaðvarp Hlöðuberg Hein ehf. Ævar Kjartansson 200.000
Samtals: 2.800.000
STOFN- OG REKSTRARSTYRKIR MENNINGAR
Verkefni Umsækjandi Verkefnastjóri Upphæð
Eiríksstaðir rekstur 2024 History Up Close ehf. Bjarnheiður Jóhannsdóttir 1.000.000
Rekstur Vínlandsseturs 2024 Vínlandssetur ehf. Anna Sigríður Grétarsdóttir 1.000.000
Samtals: 2.000.000
HEILDARÚTHLUTUN: 9.300.000
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei