Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands. Umsóknarfrestur er til og með 17. nóvember 2021.
Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi.
Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands.
-Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar
-Verkefnastyrkir til menningarmála
-Stofn- og rekstrarstyrkir til menningarmála
Allar upplýsingar um sjóðinn má finna HÉR.
Kynnið ykkur vel reglur og viðmið varðandi styrkveitingar HÉR.
Aðstoð við umsóknir, nánari upplýsingar HÉR.
Ráðgjafar SSV eru boðnir og búnir til að aðstoða varðandi umsóknir.
Atvinnu- og nýsköpunarverkefni:
Ólafur Sveinsson olisv@ssv.is 892-3208
Ólöf Guðmundsdóttir olof@ssv.is 898-0247
Helga Guðjónsdóttir helga@ssv.is 895-6707
Menningarverkefni:
Sigursteinn Sigurðsson sigursteinn@ssv.is 698-8503
Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.