Styrkjum að upphæð 48,5 milljónum króna var úthlutað úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands til 68 verkefna, við hátíðlega athöfn í Grundarfirði á föstudaginn síðasta.
Tilgangur Uppbyggingarsjóðs Vesturlands er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Auglýst er opinberlega eftir umsóknum og eru þær metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands og reglum sjóðsins.
Það voru 15 verkefni í flokki Atvinnu- og nýsköpunarstyrkja sem skiptu með sér 11.500.000 kr.- og þar af fjögur í Dalabyggð sem fengu samtals 3.000.000 kr.-
Þá voru 47 verkefni í flokki Menningarstyrkja sem skiptu með sér 32.240.000 kr.- og þar voru sjö verkefni úr Dalabyggð sem fengu samtals 3.700.000 kr.-
Vert er að nefna að í þessu flokki eru einnig önnur verkefni sem munu teygja anga sína inn í Dalabyggð, s.s. sýningar og tónleikar, þó að verkefnin séu sprottin annars staðar á Vesturlandi.
Að lokum voru það 6 verkefni sem hlutu Stofn- og rekstrarstyrki en sá flokkur skipti með sér 4.700.000 kr.- og þar af komu 2.400.000 kr.- til þriggja verkefna í Dalabyggð.
Af því leiðir það eru 9.100.000 kr.- sem renna til verkefna í Dalabyggð samkvæmt úthlutun Uppbyggingarsjóðs Vesturlands eða yfir 18% af heildarupphæð styrkja.
Það er mikil gróska í atvinnu- og menningarmálum í Dalabyggð sem og á Vesturlandi öllu og verður virkilega spennandi að fylgjast með þessum verkefnum verða að veruleika og efla samfélagið á fjölbreyttan hátt.
Hér fyrir neðan má sjá heildaryfirlit yfir styrkþega:
Atvinnu- og nýsköpunarstyrkir – 11.500.000 kr. |
|||
Verkefni |
Umsækjandi |
Verkefnastjóri |
Upphæð |
Fýsileikatilraun til endurnýtingar glatvarma úr gagnaveri | Stormur Datacenters ehf. | Leifur Steinn Gunnarsson | 2.200.000 |
Framkvæmda- og viðskiptaáætlun Tilraunafornleifafræðimiðstöð | History Up Close ehf. | Atli Freyr Guðmundsson | 1.500.000 |
Álfailmur | Hraundís Guðmundsdóttir | Hraundís Guðmundsdóttir | 1.000.000 |
Úti er ævintýri | Úti er ævintýri ehf. | Agnes Hjaltalín Andradóttir | 1.000.000 |
Kraftur úr djúpi hafsins | Marey Líftækni ehf. | Arna Eir Árnadóttir | 1.000.000 |
Óskaganga framhald | Óskastundir slf. | Jóhanna Kristín Hjartardóttir | 600.000 |
Dalahvítlaukur | Svarthamar Vestur ehf. | Þórunn M J H Ólafsdóttir | 600.000 |
Markaðsefni Bolla | Bjarnheiður Jóhannsdóttir | Bjarnheiður Jóhannsdóttir | 500.000 |
Sóley Saumar | Púkaplanta í túni ehf. | Sóley Jónsdóttir | 500.000 |
Snæfellsnes á samfélagsmiðla | Svæðisgarður Snæfellsness ses. | Ragnhildur Sigurðardóttir | 500.000 |
Albína.is – Hestaskór í stað skeifna | Haukey slf. | Thelma Dögg Harðardóttir | 500.000 |
Beint frá skýli – markaðssetning | Skugga-Sveinn ehf. | Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir | 400.000 |
Herrahellirinn | Herrahellirinn ehf. | Sigurður Árni Júlíusson | 400.000 |
Gönguleið að Hallgrímssteini í landi Saurbæjar | Hollvinafélag Hallgrímskirkju í Saurbæ | Margrét Bóasdóttir | 400.000 |
Barnaból vöggusett og smekkir til útsaums | Barnaból ehf. | Margrét Birna Kolbrúnardóttir | 400.000 |
Menningarstyrkir – 32.240.000 kr. |
|||
Verkefni |
Umsækjandi |
Verkefnastjóri |
Upphæð |
Sátan 2025 | Glapræði ehf. | Gísli Sigmundsson | 2.500.000 |
IceDocs / Iceland Documentary Film Festival | Docfest ehf. | Ingibjörg Halldórsdóttir | 2.500.000 |
Þorp verður til | Northern Wave Productions ehf. | Dögg Mósesdóttir | 2.000.000 |
Glóandi Jökull | Glowing Glacier | Malte Paschen | Malte Paschen | 2.000.000 |
Reykholtshátíð 2025 | Sigurður Bjarki Gunnarsson | Sigurður Bjarki Gunnarsson | 1.500.000 |
Sagnafólk og fjaðurstafir – hátíð um tilraunafornleifafræði | History Up Close ehf. | Rain Adriann Mason | 1.000.000 |
Sonatorrek, Borg á Mýrum | Sóknarnefnd Borgarkirkju | Heiðrún Helga Bjarnadóttir Back | 1.000.000 |
Hinseginhátíð Vesturlands og viðburðaröð | Hinsegin Vesturland | Bjargey Anna Guðbrandsdóttir | 1.000.000 |
Kalman – tónlistarfélag Akraness | Kalman – listafélag | Björg Þórhallsdóttir | 1.000.000 |
Menningardagskrár í Landnámssetri | Landnámssetur Íslands ehf. | Kjartan Ragnarsson | 1.000.000 |
Heimsókn til Thalíu | Sigríður Ásta Olgeirsdóttir | Vigdís Gunnarsdóttir | 750.000 |
Menningardagskrá að Nýp á Skarðsströnd sumar 2025 | Penna sf. | Sumarliði R Ísleifsson | 750.000 |
Júlíana – hátíð sögu og bóka menningarhátíð 2025 | Júlíana, félagasamtök | Gréta Sig Bjargardóttir | 750.000 |
Himinbjörg Listhús, 3 Veggir listrými – sýningarhald | Bjarni Sigurbjörnsson | Bjarni Sigurbjörnsson | 750.000 |
Endurnýtum sögur | Glimrandi framleiðsla ehf. | Anna Hildur Hildibrandsdóttir | 750.000 |
Uss Air vinnustofudvöl | Sigrún Gyða Sveinsdóttir | Sigrún Gyða Sveinsdóttir | 750.000 |
Lokahnykkur Sögu laxveiða í Borgarfirði | Landbúnaðarsafn Íslands ses | Anna Heiða Baldursdóttir | 750.000 |
Tónlistardagskrá Bohéme 2025 | Menningarfélagið Bohéme | Hanna Þóra Guðbrandsdóttir | 600.000 |
Upptökur á kórverkum Steinunnar Þorvaldsd. við ljóð kvenna | Steinunn Þorvaldsdóttir | Steinunn Þorvaldsdóttir | 500.000 |
Þjóðahátíð Vesturlands / Festival of Nations West Iceland | Félag nýrra Íslendinga | Malini Elavazhagan | 500.000 |
Umhverfislist í Brekkuskógi | Breiðfirðingafélagið | Steinunn M Sigurbjörnsdóttir | 500.000 |
Sumartónleikar Hallgrímskirkju Saurbæ | Jósep Gíslason | Jósep Gíslason | 500.000 |
Álfastund | Heiður Hörn Hjartardóttir | Heiður Hörn Hjartardóttir | 500.000 |
Landsmót Stemmu – landssamtök kvæðamanna – 2025 | Stemma – Landssamtök kvæðamanna | Gunnar Straumland | 500.000 |
Eyrbyggjusögurefill | Eyrbyggjufélagið | Anna Sigríður Melsteð | 500.000 |
Endurspeglun | Kruss menningarsmiðja ehf. | Þorgrímur E Guðbjartsson | 500.000 |
Lilló Hardcorefest 2025 | Ægisbraut Records | Bergur Líndal Guðnason | 500.000 |
HEIMA-SKAGI 2025 | Ólafur Páll S Gunnarsson | Ólafur Páll S Gunnarsson | 500.000 |
Blúshátíð Borgarnesi 2025 | Örvar Bessason | Örvar Bessason | 400.000 |
Jólahátíð Hljómlistarfélags Borgarfjarðar 2025 | Hljómlistarfélag Borgarfjarðar | Þóra Sif Svansdóttir | 400.000 |
Er líða fer að jólum | Jón Egill Jóhannsson | Alexandra Rut Jónsdóttir | 400.000 |
Dægurlög 20. aldar djössuð upp | Stórsveit Íslands | Eggert Björgvinsson | 400.000 |
Egils Saga Myndasaga | Jónný Hekla Hjaltadóttir | Jónný Hekla Hjaltadóttir | 400.000 |
Menningarstrætó | Listfélag Akraness | Lára Jóhanna Magnúsdóttir | 400.000 |
Tónlistarflutningur á öllum dvalarheimilum Vesturlands | Heiðmar Eyjólfsson | Heiðmar Eyjólfsson | 300.000 |
Tónleikaröð í Grundarfjarðarkirkju | Listvinafélag Grundarfjarðarkirkju | Linda María Nielsen | 300.000 |
Heima í Hólmi 2025 | Hjördís Pálsdóttir | Hjördís Pálsdóttir | 300.000 |
Listviðburðir í Dalíu, Búðardal | D9 ehf. | Leifur Steinn Elísson | 300.000 |
Tinder tónleikar | Spekingur ehf. | Sigrún Elíasdóttir | 300.000 |
Andvarinn í himinsfari | Hera Guðlaugsdóttir | Hera Guðlaugsdóttir | 300.000 |
Bergmál-Ekko-Framhald | Jökulhús ehf. | Elva J Thomsen Hreiðarsdóttir | 300.000 |
OLÍUBRÁK – Ljóðstafir kvenna í Olíu | Angela Árnadóttir | Angela Árnadóttir | 290.000 |
Bjartir músíkdagar | Gamla ráðhúsið ehf. | Margrét Rósa Einarsdóttir | 250.000 |
Sturluhátíð 2025 | Sturlufélagið | Ingveldur Guðmundsdóttir | 250.000 |
Akraneslög | Karlakórinn Svanir | Guðni Hannesson | 200.000 |
„Kellingar á bókasafninu“ | Guðbjörg Sæunn Árnadóttir | Guðbjörg Sæunn Árnadóttir | 200.000 |
Òran Mór Celtic Music Concert | Félag nýrra Íslendinga | Pauline McCarthy | 200.000 |
Stofn- og rekstrarstyrkir menningarmála – 4.700.000 kr. |
|||
Verkefni |
Umsækjandi |
Verkefnastjóri |
Upphæð |
Rekstur Eiríksstaða 2025 | History Up Close ehf. | Bjarnheiður Jóhannsdóttir | 1.200.000 |
Vetraropnun sýninga | Landnámssetur Íslands ehf. | Helga Margrét Friðriksdóttir | 1.200.000 |
Rekstur Vínlandsseturs 2025 | Vínlandssetur ehf. | Anna Sigríður Grétarsdóttir | 700.000 |
Sjóminjasafnið á Hellissandi | Sjóminjasafnið í Sjómannagarðinum | Þóra Olsen | 700.000 |
Ásmundarsetur | Kraftaverk, Iceland Hot Spot ehf. | Kristján Einvarður Karlsson | 500.000 |
Hérumbilsafn Gunna Jóns uppbygging | Nesafl sf. | Gunnar Jónsson | 400.000 |