Úthlutun Uppbyggingarsjóðs – Yfir 9 milljónir til verkefna í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Styrkjum að upphæð 48,5 milljónum króna var úthlutað úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands til 68 verkefna, við hátíðlega athöfn í Grundarfirði á föstudaginn síðasta. 

Tilgangur Uppbyggingarsjóðs Vesturlands er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Auglýst er opinberlega eftir umsóknum og eru þær metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Vesturlands og reglum sjóðsins.

Það voru 15 verkefni í flokki Atvinnu- og nýsköpunarstyrkja sem skiptu með sér 11.500.000 kr.- og þar af fjögur í Dalabyggð sem fengu samtals 3.000.000 kr.-

Þá voru 47 verkefni í flokki Menningarstyrkja sem skiptu með sér 32.240.000 kr.- og þar voru sjö verkefni úr Dalabyggð sem fengu samtals 3.700.000 kr.-
Vert er að nefna að í þessu flokki eru einnig önnur verkefni sem munu teygja anga sína inn í Dalabyggð, s.s. sýningar og tónleikar, þó að verkefnin séu sprottin annars staðar á Vesturlandi.

Að lokum voru það 6 verkefni sem hlutu Stofn- og rekstrarstyrki en sá flokkur skipti með sér 4.700.000 kr.- og þar af komu 2.400.000 kr.- til þriggja verkefna í Dalabyggð.

Af því leiðir það eru 9.100.000 kr.- sem renna til verkefna í Dalabyggð samkvæmt úthlutun Uppbyggingarsjóðs Vesturlands eða yfir 18% af heildarupphæð styrkja.

Það er mikil gróska í atvinnu- og menningarmálum í Dalabyggð sem og á Vesturlandi öllu og verður virkilega spennandi að fylgjast með þessum verkefnum verða að veruleika og efla samfélagið á fjölbreyttan hátt.

Hér fyrir neðan má sjá heildaryfirlit yfir styrkþega:

Atvinnu- og nýsköpunarstyrkir – 11.500.000 kr.
   
Verkefni
Umsækjandi
Verkefnastjóri
Upphæð
Fýsileikatilraun til endurnýtingar glatvarma úr gagnaveri Stormur Datacenters ehf. Leifur Steinn Gunnarsson 2.200.000
Framkvæmda- og viðskiptaáætlun Tilraunafornleifafræðimiðstöð History Up Close ehf. Atli Freyr Guðmundsson 1.500.000
Álfailmur Hraundís Guðmundsdóttir Hraundís Guðmundsdóttir 1.000.000
Úti er ævintýri Úti er ævintýri ehf. Agnes Hjaltalín Andradóttir 1.000.000
Kraftur úr djúpi hafsins Marey Líftækni ehf. Arna Eir Árnadóttir 1.000.000
Óskaganga framhald Óskastundir slf. Jóhanna Kristín Hjartardóttir 600.000
Dalahvítlaukur Svarthamar Vestur ehf. Þórunn M J H Ólafsdóttir 600.000
Markaðsefni Bolla Bjarnheiður Jóhannsdóttir Bjarnheiður Jóhannsdóttir 500.000
Sóley Saumar Púkaplanta í túni ehf. Sóley Jónsdóttir 500.000
Snæfellsnes á samfélagsmiðla Svæðisgarður Snæfellsness ses. Ragnhildur Sigurðardóttir 500.000
Albína.is – Hestaskór í stað skeifna Haukey slf. Thelma Dögg Harðardóttir 500.000
Beint frá skýli – markaðssetning Skugga-Sveinn ehf. Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir 400.000
Herrahellirinn Herrahellirinn ehf. Sigurður Árni Júlíusson 400.000
Gönguleið að Hallgrímssteini í landi Saurbæjar Hollvinafélag Hallgrímskirkju í Saurbæ Margrét Bóasdóttir 400.000
Barnaból vöggusett og smekkir til útsaums Barnaból ehf. Margrét Birna Kolbrúnardóttir 400.000
Menningarstyrkir  – 32.240.000 kr.
     
Verkefni
Umsækjandi
Verkefnastjóri
Upphæð
Sátan 2025 Glapræði ehf. Gísli Sigmundsson 2.500.000
IceDocs / Iceland Documentary Film Festival Docfest ehf. Ingibjörg Halldórsdóttir 2.500.000
Þorp verður til Northern Wave Productions ehf. Dögg Mósesdóttir 2.000.000
Glóandi Jökull | Glowing Glacier Malte Paschen Malte Paschen 2.000.000
Reykholtshátíð 2025 Sigurður Bjarki Gunnarsson Sigurður Bjarki Gunnarsson 1.500.000
Sagnafólk og fjaðurstafir – hátíð um tilraunafornleifafræði History Up Close ehf. Rain Adriann Mason 1.000.000
Sonatorrek, Borg á Mýrum Sóknarnefnd Borgarkirkju Heiðrún Helga Bjarnadóttir Back 1.000.000
Hinseginhátíð Vesturlands og viðburðaröð Hinsegin Vesturland Bjargey Anna Guðbrandsdóttir 1.000.000
Kalman – tónlistarfélag Akraness Kalman – listafélag Björg Þórhallsdóttir 1.000.000
Menningardagskrár í Landnámssetri Landnámssetur Íslands ehf. Kjartan Ragnarsson 1.000.000
Heimsókn til Thalíu Sigríður Ásta Olgeirsdóttir Vigdís Gunnarsdóttir 750.000
Menningardagskrá að Nýp á Skarðsströnd sumar 2025 Penna sf. Sumarliði R Ísleifsson 750.000
Júlíana – hátíð sögu og bóka  menningarhátíð 2025 Júlíana, félagasamtök Gréta Sig Bjargardóttir 750.000
Himinbjörg Listhús, 3 Veggir listrými – sýningarhald Bjarni Sigurbjörnsson Bjarni Sigurbjörnsson 750.000
Endurnýtum sögur Glimrandi framleiðsla ehf. Anna Hildur Hildibrandsdóttir 750.000
Uss Air vinnustofudvöl Sigrún Gyða Sveinsdóttir Sigrún Gyða Sveinsdóttir 750.000
Lokahnykkur Sögu laxveiða í Borgarfirði Landbúnaðarsafn Íslands ses Anna Heiða Baldursdóttir 750.000
Tónlistardagskrá Bohéme 2025 Menningarfélagið Bohéme Hanna Þóra Guðbrandsdóttir 600.000
Upptökur á kórverkum Steinunnar Þorvaldsd. við ljóð kvenna Steinunn Þorvaldsdóttir Steinunn Þorvaldsdóttir 500.000
Þjóðahátíð Vesturlands / Festival of Nations West Iceland Félag nýrra Íslendinga Malini Elavazhagan 500.000
Umhverfislist í Brekkuskógi Breiðfirðingafélagið Steinunn M Sigurbjörnsdóttir 500.000
Sumartónleikar Hallgrímskirkju Saurbæ Jósep Gíslason Jósep Gíslason 500.000
Álfastund Heiður Hörn Hjartardóttir Heiður Hörn Hjartardóttir 500.000
Landsmót Stemmu – landssamtök kvæðamanna – 2025 Stemma – Landssamtök kvæðamanna Gunnar Straumland 500.000
Eyrbyggjusögurefill Eyrbyggjufélagið Anna Sigríður Melsteð 500.000
Endurspeglun Kruss menningarsmiðja ehf. Þorgrímur E Guðbjartsson 500.000
Lilló Hardcorefest 2025 Ægisbraut Records Bergur Líndal Guðnason 500.000
HEIMA-SKAGI 2025 Ólafur Páll S Gunnarsson Ólafur Páll S Gunnarsson 500.000
Blúshátíð Borgarnesi 2025 Örvar Bessason Örvar Bessason 400.000
Jólahátíð Hljómlistarfélags Borgarfjarðar 2025 Hljómlistarfélag Borgarfjarðar Þóra Sif Svansdóttir 400.000
Er líða fer að jólum Jón Egill Jóhannsson Alexandra Rut Jónsdóttir 400.000
Dægurlög 20. aldar djössuð upp Stórsveit Íslands Eggert Björgvinsson 400.000
Egils Saga Myndasaga Jónný Hekla Hjaltadóttir Jónný Hekla Hjaltadóttir 400.000
Menningarstrætó Listfélag Akraness Lára Jóhanna Magnúsdóttir 400.000
Tónlistarflutningur á öllum dvalarheimilum Vesturlands Heiðmar Eyjólfsson Heiðmar Eyjólfsson 300.000
Tónleikaröð í Grundarfjarðarkirkju Listvinafélag Grundarfjarðarkirkju Linda María Nielsen 300.000
Heima í Hólmi 2025 Hjördís Pálsdóttir Hjördís Pálsdóttir 300.000
Listviðburðir í Dalíu, Búðardal D9 ehf. Leifur Steinn Elísson 300.000
Tinder tónleikar Spekingur ehf. Sigrún Elíasdóttir 300.000
Andvarinn í himinsfari Hera Guðlaugsdóttir Hera Guðlaugsdóttir 300.000
Bergmál-Ekko-Framhald Jökulhús ehf. Elva J Thomsen Hreiðarsdóttir 300.000
OLÍUBRÁK – Ljóðstafir kvenna í Olíu Angela Árnadóttir Angela Árnadóttir 290.000
Bjartir músíkdagar Gamla ráðhúsið ehf. Margrét Rósa Einarsdóttir 250.000
Sturluhátíð 2025 Sturlufélagið Ingveldur Guðmundsdóttir 250.000
Akraneslög Karlakórinn Svanir Guðni Hannesson 200.000
„Kellingar á bókasafninu“ Guðbjörg Sæunn Árnadóttir Guðbjörg Sæunn Árnadóttir 200.000
Òran Mór Celtic Music Concert Félag nýrra Íslendinga Pauline McCarthy 200.000
Stofn- og rekstrarstyrkir menningarmála – 4.700.000 kr.
 
Verkefni
Umsækjandi
Verkefnastjóri
Upphæð
Rekstur Eiríksstaða 2025 History Up Close ehf. Bjarnheiður Jóhannsdóttir 1.200.000
Vetraropnun sýninga Landnámssetur Íslands ehf. Helga Margrét Friðriksdóttir 1.200.000
Rekstur Vínlandsseturs 2025 Vínlandssetur ehf. Anna Sigríður Grétarsdóttir 700.000
Sjóminjasafnið á Hellissandi Sjóminjasafnið í Sjómannagarðinum Þóra Olsen 700.000
Ásmundarsetur Kraftaverk, Iceland Hot Spot ehf. Kristján Einvarður Karlsson 500.000
Hérumbilsafn Gunna Jóns uppbygging Nesafl sf. Gunnar Jónsson 400.000
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei