Útivistarreglur – breytingar 1. september

DalabyggðFréttir

Þar sem september er genginn í garð viljum við minna á útivistarreglur sem gilda samkvæmt lögum.

Reglur um útivistartíma eru árstíðarbundnar og taka breytingum 1. september og 1. maí ár hvert. Lögð er áhersla á að útvistartíminn taki samt sem áður mið af skólatíma að hausti því ein lykilforsenda þess að börnum og unglingum farnist vel er nægur svefn.

Á skólatíma, 1. september til 1. maí mega 12 ára börn og yngri lengst vera úti til kl. 20 en 13 – 16 ára börn mega lengst vera úti til kl. 22.

Yfir sumartímann, 1 maí til 1. september mega 12 ára börn og yngri vera lengst úti til kl. 22 en 13 – 16 ára börn mega lengst vera úti til kl. 24. Foreldrum er að sjálfsögðu heimilt að stytta útivistartíma barna sinna enda eru þeir forráðamenn barna sinna og unglinga.

Bregða má út af reglunum þegar börn eru í fylgd með fullorðnum og börn 13 – 16 ára eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.

Aldur miðast við fæðingarár.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei