Útivistartími barna

DalabyggðFréttir

Útivistartími samkvæmt Barnaverndarlögum (nr.80/2002) er eftirfarandi:

Útivistartími yfir vetrartímann (2.september til 30.april)

  • Börn 12 ára og yngri mega vera úti til kukkan 20:00.
  • Börn 13 til 16 ára mega vera úti til klukkan 22:00.

Útivistartími yfir sumartímann (1.maí til 1.september)

    • Börn 12 ára og yngri mega vera úti til kukkan 22:00
    • Börn 13 til 16 ára mega vera úti til klukkan 24:00
ALDURSMÖRK MIÐAST VIÐ FÆÐINGARÁR EN EKKI FÆÐINGARDAG. SEM ÞÝÐIR AÐ 1.JANÚAR ÞESS  ÁRS SEM BÖRN VERÐA 13 EÐA 16 ÁRA LENGIST ÚTIVISTARTÍMI.

Útivistartími 16  til 18 ára ungmenna

Foreldrar barna 17 og 18 ára geta sett reglur um útivistartíma barna sinna. En Samkvæmt barnalögum ráða foreldrar persónulegum högum barna sinna og bera ábyrgð á þeim til 18 ára aldurs.

Síðustu ár hefur náðst verulegur árangur í að draga úr áhættuhegðun barna og unglinga og má ekki síst rekja það til þess að foreldrar hafa staðið saman og virt útivistarreglurnar. Við vonum að það verði þannig áfram.

Frekari upplýsingar:

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei