Staða verkstjóra heimaþjónustu Dalabyggðar er laus til umsóknar.
Þegar umsókn um heimaþjónustu hefur borist skrifstofu Dalabyggðar metur verkstjóri þjónustuþörf í samráði við umsækjanda og félagsráðgjafa, gengur frá þjónustusamningi og ræður starfsfólk til þjónustunnar. Verkstjóri staðfestir vinnuskýrslur starfsmanna og skilar til launafulltrúa.
Starfsaðstaða er í stjórnsýsluhúsi. Starfshlutfall er 20%.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Dala- og Snæfellsness og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Umsóknarfrestur er til og með 15. september. Umsóknum skal skila á skrifstofu Dalabyggðar eða senda á netfangið sveitarstjori@dalir.is, þar sem einnig fást nánari upplýsingar.