Við þurfum fólk til að geta starfrækt Vinnuskólann í sumar

DalabyggðFréttir

Sveitarfélagið hefur rekið Vinnuskóla Dalabyggðar undanfarin ár með góðri þátttöku og árangri.

Í ár hefur gengið illa að finna starfsfólk í Vinnuskólann sem er miður því umsóknir frá ungmennum eru margar.

Því köllum við eftir aðstoð til að finna starfsfólk í Vinnuskólann svo hægt sé að halda uppi starfsemi hans í sumar. Stefnt er að því að Vinnuskólinn verði starfræktur 10. júní til 15. júlí, mánudaga til fimmtudaga kl. 8 – 15.

Helstu verkefni og ábyrgð eru skipulagning á starfi Vinnuskólans, að stýra starfi ungmenna og stuðningur við þau, tímaskráning, að kenna rétt vinnubrögð og að tryggja öryggi sitt og ungmenna við störf.

Hægt er að skipta vinnutíma upp ef þarf, þ.e. ekki nauðsyn að viðkomandi bindi sig allt tímabilið frá 10. júní til 15. júlí, ein eða tvær vikur myndu koma að miklu gagni ef að margir bjóða sig fram.

Umsóknir á að senda á netfangið dalir@dalir.is í seinasta lagi fimmtudaginn 3. júní nk.

Með sameiginlegu átaki getum við verið með flottan vinnuskóla í sumar.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei