Viðmiðunardagur kjörskrár vegna íbúakosningar um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra er 6. nóvember, klukkan 12 á hádegi. Viðmiðunardagur kjörskrár segir til um hvort kjósandi getur kosið í umræddum kosningum. Tilkynning um nýtt lögheimili þarf því að hafa borist Þjóðskrá fyrir klukkan 12 á hádegi 6. nóvember.
Kosningarréttur er skv. 2. gr. reglugerðar nr. 922/2023, um íbúakosningar sveitarfélaga.
Rétt til þátttöku í íbúakosningunni eiga allir íslenskir og norrænir íbúar sem náð hafa 16 ára aldri þann 13. desember og með skráð lögheimili í Dalabyggð / Húnaþingi vestra.
Einnig aðrir erlendir ríkisborgarar með lögheimili í Dalabyggð / Húnaþingi vestra sem náð hafa 16 ára aldri og hafa átt skráð samfellt lögheimili á Íslandi síðastliðin þrjú ár miðað við 13. desember.
Ath. Skv. leiðbeiningum innviðaráðuneytis hafa námsmenn sem hafa lögheimili erlendis ekki kosningarrétt í íbúakosningum.
Athugasemdum við kjörskrá skal beint til Þjóðskrár Íslands sem tekur þær til meðferðar og gerir viðeigandi leiðréttingar ef við á.
Upplýsingavefur um sameiningarviðræður Dalabyggðar og Húnaþings vestra
Sameiginleg kjörstjórn Dalabyggðar og Húnaþings vestra
