Vinnustofa í tengslum við endurskoðun Aðalskipulags verður haldin í félagsheimilinu Dalabúð í dag, miðvikudaginn 10. nóvember nk. og hefst kl.17:00. Áætlað er að vinnustofan taki um tvær klukkustundir.
Fyrirkomulag vinnustofunnar verður á þann veg að áhugasömum gestum gefst færi á að skoða tillöguna þar sem greinargerð og uppdrættir verða til sýnis. Jafnframt geta gestir tekið þátt í vinnuhópum um mótun tillögunnar.
Við bjóðum alla velkomna á vinnustofuna.
Fyrir þá sem misstu af kynningu á vinnslutillögunni þann 26. október sl. er upptaka frá henni aðgengileg á Facebook-síðu Dalabyggðar með því að smella HÉR.
Þórður Már Sigfússon, skipulagsfulltrúi.