Dreifing sorpíláta í deifbýli gengur vel

DalabyggðFréttir

Dreifing á sorpílátum í dreifbýli hófst í dag og gengur með ágætum. Áætlað er að dreifingu ljúki í dag sunnan Búðardals. Á morgun verður ílátum dreift vestan Búðardals og allar líkur á að því ljúki sama dag. Ef íbúar hafa spurningar eða athugasemdir við dreifingu íláta þurfa þær að skila sér til skrifstofu Dalabyggðar, dalir@dalir.is eða kristjan@dalir.is

Sorptunnudreifing í dreifbýli

DalabyggðFréttir

Stefnt er á að hefja dreifingu tveggja 240 lítra tunna fyrir almennt sorp í dreifbýli á mánudag og þriðjudag (21. og 22. desember). Dreift verður þar sem skráð eru lögheimili. Ekki er vitað nákvæmlega hversu langan tíma dreifingin tekur, meðal annars vegna veðurs. Þó er stefnt að því að klára dreifingu á þessum tveimur dögum. Takist það ekki verður haldið …

Breytingar á sorphirðu

DalabyggðFréttir

Um áramótin tekur Íslenska gámafélagið við sorphirðu í Dalabyggð. Á næstu vikum verða upplýsingar varðandi nýtt fyrirkomulag sorphirðu og þriggja tunnu kerfi settar hérna inn á heimasíðu Dalabyggðar. Frá og með apríl 2021 verður allt sorp frá heimilum í Dalabyggð flokkað í þrjár tunnur. Flokkað sorp fer til endurvinnslu, lífrænt sorp fer í moltugerð og almennt sorp fer til urðunar. …

Hvernig á að flokka í Covid-19 faraldrinum?

DalabyggðFréttir

Um þessar mundir fellur til gífurlegt magn af einnota grímum, hönskum og sótthreinsiklútum. Þessar einnota vörur er ekki hægt að endurvinna. Við erum að verða vör við alltof mikið af grímum og hönskum á götum og gangstéttum og því mikilvægt að fólk taki þetta annað hvort með sér heim og hendi þessu þar eða gæti þess að þetta fari alveg …

Samið við Íslenska gámafélagið

DalabyggðFréttir

Á 196. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar var ákveðið að taka hagstæðasta tilboði í útboði vegna sorphirðu í sveitarfélaginu. Það verður því Íslenska gámafélagið sem tekur við sorphirðunni á nýju ári og mun innleiða nýtt þriggja tunnu kerfi í sveitarfélaginu. Íbúar munu fá nánari kynningu á nýrri sorpflokkun þegar nær dregur. Sveitarstjórn hefur ákveðið, að tillögu umhverfis- og skipulagsnefndar, að kalla eftir …

Tilboð í söfnun og flutning á dýrahræjum í Dalabyggð – Fyrirspurnir og svör

DalabyggðFréttir

Vegna útboðs um söfnun og flutning dýrahræja í Dalabyggð koma hér svör við fyrirspurnum sem bárust skrifstofu Dalabyggðar. Skuldleysi vegna opinberra gjalda – Ekki er nauðsynlegt að sýna fram á skuldleysi vegna opinberra gjalda áður en boðið er í verkið. Verktaki þarf hinsvegar að geta sýnt fram á skuldleysi varðandi opinber gjöld ef ganga á til samninga við viðkomandi og …

Nýtt fyrirkomulag í sorphirðu

DalabyggðFréttir

Nú stendur yfir útboð á sorphirðu í Dalabyggð. Í útboðinu felst meðal annars að á næsta ári verður tekið upp nýtt sorphirðukerfi í Dalabyggð, svokallað þriggja tunnu kerfi sem á að tryggja skilvirkari flokkun. Í þéttbýli munu verða settar upp tvær sorptunnur til viðbótar þeim sem fyrir eru.  Í dreifbýli verða settar upp þrjár tunnur við hvert heimili og lögbýli. …

Söfnun og flutningur á dýrahræjum í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Sveitarfélagið Dalabyggð óskar eftir tilboðum í söfnun og flutning á dýrahræjum til förgunar frá þeim sem eru með skráð búfé í Dalabyggð. Fyrirhugað er að gera þriggja (3) ára samning við einn aðila um framkvæmd verksins. Nánari upplýsingar, gögn og annað varðandi tilboðsgerð má nálgast á skrifstofum Dalabyggðar kl. 9:00-13:00 á virkum dögum eða með því að senda fyrirspurn á …