Samið við Íslenska gámafélagið

DalabyggðFréttir

Á 196. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar var ákveðið að taka hagstæðasta tilboði í útboði vegna sorphirðu í sveitarfélaginu.

Það verður því Íslenska gámafélagið sem tekur við sorphirðunni á nýju ári og mun innleiða nýtt þriggja tunnu kerfi í sveitarfélaginu.

Íbúar munu fá nánari kynningu á nýrri sorpflokkun þegar nær dregur.

Sveitarstjórn hefur ákveðið, að tillögu umhverfis- og skipulagsnefndar, að kalla eftir tilboðum í sorptunnuskýli og tunnufestingar sem íbúar Dalabyggðar gætu nýtt sér.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei