Sorptunnudreifing í dreifbýli

DalabyggðFréttir

Stefnt er á að hefja dreifingu tveggja 240 lítra tunna fyrir almennt sorp í dreifbýli á mánudag og þriðjudag (21. og 22. desember).
Dreift verður þar sem skráð eru lögheimili.

Ekki er vitað nákvæmlega hversu langan tíma dreifingin tekur, meðal annars vegna veðurs.
Þó er stefnt að því að klára dreifingu á þessum tveimur dögum.
Takist það ekki verður haldið áfram á milli jóla og nýárs.

Á mánudag er áætlað að byrja í Laxárdal og Suðurdölum.
Á þriðjudag í Saurbæ og farið fyrir strandir að Búðardal.
Óvíst er hvenær dreifing verður í Hörðudal og á Skógarströnd

Íbúar bera ábyrð á að koma ílátum þannig fyrir að þau fjúki ekki né skemmist.
Sé enginn heima þegar að ílátin eru afhent verður þeim komið fyrir þannig að þau fjúki ekki.

Núverandi grenndargámar fyrir almennt sorp verða fjarlægðir strax eftir áramót.
Almennt sorp verður hirt í dreifbýli á fjögurra vikna fresti.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei