Söfnun og flutningur á dýrahræjum í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Sveitarfélagið Dalabyggð óskar eftir tilboðum í söfnun og flutning á dýrahræjum til förgunar frá þeim sem eru með skráð búfé í Dalabyggð.
Fyrirhugað er að gera þriggja (3) ára samning við einn aðila um framkvæmd verksins.

Nánari upplýsingar, gögn og annað varðandi tilboðsgerð má nálgast á skrifstofum Dalabyggðar kl. 9:00-13:00 á virkum dögum eða með því að senda fyrirspurn á netfangið dalir@dalir.is til 13.09.2020.

Gert er ráð fyrir að tilboð í verkið verði opnuð 15.09.2020 klukkan 14:00 í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska.

Kaupandi fyrirhugar að kynna verkefnið fyrir áhugasömum bjóðendum þann 10.09.2020, klukkan 14:00.  Kynningin verður í stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar Miðbraut 11, Búðardal.
Áhugasamir skulu tilkynna komu sína á kynninguna í síma 430 4700 eða með tölvupósti á dalir@dalir.is eigi síðar en tveimur dögum fyrir kynningarfundinn.

– Sveitarstjóri

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei